Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
föstudagur, október 31, 2003

Kærastan mín...

Sjáiði þessa elsku? Er hún ekki sæt? (",)

Bjór og appelsínusafi

Oh hvað það er ekki sniðugt að fara á bjórkvöld kvöldið áður en maður á að fara að vinna! Ég fór sem sagt á bjórkvöld hjá japönskunni í gær á Prikinu. Það var alveg ágætis stuð og þokkaleg stemning! Tók síðasta strætó heim í gettóið og löngunin í feita Selectpylsu með beikoni og kartöflusalati var þá svo mikil að ég labbaði á Select! Hvað get ég sagt...I'm hooked on their hotdog!! Þegar ég kom heim varð ég náttúrulega eftir að horfa á Will & Grace og Sex and the city sem ég tók upp. Eftir það áhorf komst ég að þeirri niðurstöðu að Madonna ætti að hætta að reyna að leika og að Blair Underwood er að gera góða hluti fyrir mig í SATC!! (",) Þreytan sagði svo rækilega til sín í morgun, ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig og missa af strætó. Ok tek bara næsta en nei nei, horfði á hann keyra fram hjá mér...ekki góð byrjun á degi! Pirr pirr! Toppaði svo þennan þreytta morgun með því að hella appelsínusafa yfir mig allan hérna í vinnunni. Þessi dagur er ekki að fá mörg stig hjá mér!

Í dag er ég 10% þynnka, 30% þreyta, 10% pirringur, 10% appelsínusafi og 40% kaffi....

miðvikudagur, október 29, 2003

Nú er úti veður kalt...

Já það er sko kominn vetur og meiri vetur á sumum stöðum en öðrum. Jörðin er allavega orðin hvít í gettóinu Breiðholti, vetrar eru yfirleitt kaldari hér en annars staðar í Reykjavík. Á svona kvöldum langar mann bara að vera heima undir sæng með kakó, hlusta á góða tónlist og hafa það notalegt. Og það mundi svo sem ekki saka að hafa einhvern til að kúra hjá líka... Oh hvað maður er eitthvað aumkunarverður stundum! Svona fer þetta skammdegi með mann. Ég held ég klæði mig bara í hlýju úlpuna mína, rölti út í búð og kaupi stærsta súkkulaðistykkið sem ég sé og horfi svo á einhverja "bitter-sweet" bíómynd sem ég hef séð tíu sinnum áður. Bridget Jones's Diary kemur þar vel til greina (",) Sounds like a plan!

Yndið mitt hún Eivör

Tónleikarnir í gær voru stórkostlegir. Ég taldi þær Svönu súper og Ingu beib á að koma með mér og held þær hafi ekkert séð eftir því. Yndið mitt hún Eivör var algjör stjarna. Útgeislunin var skrúfuð í botn og röddin í toppformi enda átti hún gjörsamlega salinn frá fyrsta lagi. Hún tók öll lögin af nýja disknum og nokkur til viðbótar, uppáhaldslögunum á disknum er núna búið að fjölga töluvert. T.d. Kannska ein dag (ótrúlega fallegt lag), Krákan (færeysk ríma), Nú brennur tú í mær (Eivör að rokka) og Sum sölja og böur en textinn í því lagi er alveg gullfallegur. Það er sama hvað hún syngur, hvort sem hún er að rokka upp færeyskar rímur (Rura barnið) eða syngja gömul íslensk lög (t.d. Við gengum tvö, sem hún tók í gær) allt er þetta ótrúlega vel gert hjá henni. Hún spilaði að vísu ekki lagið Alan (gamalt íslenskt lag eftir hljómsveitina Melchior sem m.a. Hilmar Oddson leikstjóri var í) sem hún tók í Kaffileikhúsinu í sumar en bætti það upp svo um munar með að taka Vísur Vatnsenda-Rósu í ótrúlega flottri útgáfu. Það lag ásamt mínu uppáhaldi, Hjarta mitt, bræddu mig algjörlega. Gæsahúðin fékk sko aldeilis að vinna fyrir peningunum í gærkvöldi (",) Það er vel hugsanlegt að ég verði bráðum að snúast til gagnkynhneigðar því ég held ég sé ástfanginn af Eivöru…

þriðjudagur, október 28, 2003

Eivör í eigin persónu...og á netinu

Ég er að fara á útgáfutónleikana hjá Eivöru Páls í kvöld, ligga ligga lái!! (",) Úff hvað ég er orðinn spenntur! Ég lifi enn á tónleikunum sem hún hélt í Kaffileikhúsinu í sumar, ég vona bara að hún taki lagið Alan aftur. Þeir sem ekki komast á tónleikana geta fylgst með þeim í beinni á netinu í boði tónlistarvefsins Tónlist.is. Ekkert nema snilld!

Nýtt beib í bloggheimum

Haldiði ekki bara að Fríða ofurhjúkka og mín fyrrverandi sé byrjuð að blogga! Alltaf gaman þegar bætist nýtt fólk í bloggheima. Velkomin á vefinn Fríða mín (“,)

Farandpannan Nr.2 - Dregur til tíðinda

Ótrúlegt en satt en þá var Farandpannan haldin í annað skiptið í röð á Hverfisgötunni hjá Héðni! Brunchinn var rosalega góður, hommarnir komu með mat í kílóatali og við áttum í engum vandræðum með að troða öllum krásunum í okkur. Það kom margt skemmtilegt fram á þessum fundi svo ég tali nú ekki um óvænt! T.d. var farandpönnutitillinn hrifsaður af Héðni (hann hefði m.a.s. ekkert átt að halda þennan fund). Þegar kom í ljós að einhver í hópnum hefði nýlega stundað ástarlot tóku við hinir andköf, roðnuðum og svitnuðum til skiptis og stóðum svo loks upp og klöppuðum svona amerískt klapp (þið vitið einn byrjar svo fylgja hinir hægt og hægt með). Þetta var sem sagt það næsta sem við hinir höfðum komist kynlífi ansi lengi. Það liggur við að kynlíf sé orðið svona “urban myth” hjá okkur, sögusögn sem við höfum heyrt en vitum ekki alveg hvort sé sönn eða ekki! (“,) En þetta stendur allt til bóta. Tveir (ef ekki þrír) hommar eru á leiðinni á allsherjarkynvillingasamkomu í Köben í þessari viku og einn er að fara á deit. Hvar næsta panna mun verða haldin mun því væntanlega ráðast á klukkutímamun frekar en daga- eða vikumun, spennan er gífurleg!
Og ykkur til upplýsingar þá er búið að fylla í stöðu gestafyrirlesara á næsta fundi en áhugasamir geta sótt um að komast að á fundunum þar á eftir. Skilyrðið er að viðkomandi segi hressilegar sögur af kynlífi sínu (helst nýlega afstöðnu) og í staðinn fær hann/hún ljúffengan mat, mikið klapp og aðdáun okkar allra. Endilega sækið um! (",)

Helgardirrindí

Það helsta sem á daga mína dreif þessa þrjá daga var þetta…

Föstudagur

Planið var að vera nörd þetta kvöld og leit lengi vel út fyrir að það plan mundi rætast. Horfði á snilldina Family Guy (takk Skjár 1) og kláraði einn kassa af hraunbitum einn míns liðs, flokkast það undir nördaskap eða bara sem aumkunarvert? Soldið konfjúsing! Samviskan lamdi loks í nördið og ég drattaðist í afmælispartý hjá Þóru stuðfrænku minni, skrópaði sko í fyrra og mátti það alls ekki núna! Þegar ég kom voru allir niðursokknir í að horfa á Idol þáttinn, ýkt stuð eða þannig! Ég hef eiginlega alveg misst af þessu Idol æði og hef voða takmarkaðan áhuga á því, kannski breytist það! Mér finnst þetta bara eitthvað svo amerískt og “tacky”, mér finnst ekki gaman að horfa á þegar það er verið að brjóta fólk niður og stelpur að skæla. En ég ætla samt að reyna að horfa á næsta þátt því þá er sæti strákurinn hann Bóas að syngja, ég held sko með honum (“,) Entist annars stutt í partýinu og það var ljúft að fara þokkalega snemma í háttinn, svona til tilbreytingar!

Laugardagur

Varð lítið úr verki þennan dag (rétt eins hjá Gulla). Fór og heimsótti Héðinn á Hverfisgötuna og við kíktum á Súfistann í smástund áður en Héðinn fór að Ölstofast. Þetta kvöld, eins og föstudagskvöldið, átti líka að vera rólegt. Ég ætlaði að eyða því í félagsskap þeirra Elijah, Orlando og Viggos en endaði auðvitað á að dissa þá og lokka sjálfan mig út, ég læt alltaf undan hópþrýstingi frá sjálfum mér! Ég kíkti sem sagt í bæinn með Herra Next (Davíð). Einbeittum okkur að fáum stöðum þetta kvöld, komum rétt við á Sólon og héldum svo á Hverfisbarinn. Náði þeim merka áfanga þar að standa á sama staðnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma, geri aðrir betur! Hitti dísirnar þær Möttu og Unu á Hverfis, þær voru frískar og fjörugar að vanda. Eftir stöðuna á Hverfis ætluðum við Davíð að rölta á stofu öls en þar var biðröð. Mér semur ekki við biðraðir og við fórum því bara heim með einu stuttu stoppi á Select. Sæti strákurinn sem var að vinna þar (verðandi kærastinn minn, hann bara veit það ekki..ennþá) spurði ekki hvort hann mætti koma heim með mér. Hann spurði bara hvort ég vildi steiktan eða hráan á pylsuna! Gífurleg vonbrigði!!

Sunnudagur

Þennan morgun var komið að öðrum fundi Farandpönnunnar, nánar um þá frábæru samkomu hér að ofan. Eftir Farandpönnuátið hélt ég í fótboltann. Vá hvað það er ekki sniðugt að háma svona í sig áður en maður fer að hlaupa, frammistaðan var alveg eftir magninu sem ég át! Eftir bolta fór ég í kaffi til bróður míns og þar var auðvitað étið enn meira. Vöfflur með miiiiklum rjóma er stór veikleiki hjá mér, ég fitna bara við tilhugsunina núna! Ég lenti svo í sætasta augnabliki í heimi þegar ég sat með fjögurra ára frænda minn og var að horfa á Stundina okkar með honum. Það kom atriði úr Dýrin í Hálsaskógi (þegar Lilli klifurmús syngur vögguvísuna fyrir Mikka ref) og hann byrjaði að syngja með. Hann kunni ekki alveg textann og söng með svona hvíslrödd eins og hann væri einn í heiminum. Þetta var bara krúttlegast í heimi, ég bráðnaði gjörsamlega! Hann er nú formlega orðinn uppáhaldssöngvarinn minn. Kvöldið var tileinkað fimmta þættinum af Six Feet Under og súkkulaðiáti, ekkert nema snilldin ein. (“,)

sunnudagur, október 26, 2003

Texti vikunnar

Þessi liður mun héðan í frá birtast hér á hverjum sunnudegi. Ég nenni bara ekki að hugsa mikið á sunnudögum og því síður að blogga og þetta því tilvalið. Í tilefni þess að Krákan, nýja platan með Eivör Páls, kom út í síðustu viku þá er texti vikunnar að þessu sinni eftir hana. Ég er búinn að hlusta óhugnanlega oft á þetta lag síðan ég fékk diskinn, ég ætti kannski að fara að hvíla það aðeins svo ég nauðgi því ekki gjörsamlega en ég held að ég sé bara orðinn háður því... (",)

hjarta mitt

míni eygu sukku í djúpa hav í nátt
og hjarta mítt brann eins og eldur
og sjálvt um luftin var ísaköld
so vermdu meg tínar heitu hendur.

nei, aldri eg gloyma man tvey eygu so rein
og andlitið so yndislegt, blítt.
og um eg ikki tá var farin heim
tá mundi tú stolið hjarta mítt.


Og á íslensku er hann svona...


hjarta mitt

augu mín sukku í djúpin í kvöld
og hjarta mitt brann eins og eldur.
og þó að nóttin væri ísköld
þá yljuðu þínar heitur hendur.

nei, aldrei ég gleyma mun augunum þeim.
og andlitið svo yndislegt, blítt.
en hefði ég ekki í nótt farið heim
þá ættir þú núna hjarta mitt.

föstudagur, október 24, 2003

Leynilegi aðdáandinn Part III

Leiknum er lokið, ég hef komist að því hver leynilegi aðdáandinn er!! Hann gaf sig fram við mig í morgun og staðfesti svona nokkurn veginn grunsemdir mínar (",) Ég lofaði að segja ekki hver hann væri og stend auðvitað við það. Eina sem ég segi er að þetta er mjög geðugur ungur piltur og frambærilegur. Meiri upplýsingar verða ekki látnar í té að þessu sinni (",)

Eivör Eivör Eivör

Loksins loksins loksins....nýji diskurinn með Eivöru Páls er kominn út!! Rakst á hann í Skífunni í gær og bara varð að kaupa hann, hef ekkert mótstöðuafl gagnvart Eivöru! Eyddi mest öllu í gærkvöldinu í að hlusta á hann og get staðfest að hann er alveg frábær! Yndislegur! Æðislegur! Ég er strax kominn með uppáhaldslag og allt. Það heitir Hjarta mitt og er algjör perla, ótrúlega fallegt lag. Ég er ekki mikið fyrir að hlusta á eitt lag oft í röð en ég gjörsamlega nauðgaði þessu lagi í gær og hlustaði á það svona 20 sinnum. Það er í tveimur útgáfum á disknum, bæði á færeysku og á íslensku, ég get ekki gert upp á milli hvort er flottara.
Ég er búinn að ákveða að ég ætla EKKI að skrifa þennan disk fyrir neinn, ég vil að allir skundi út í búð (helst í 12 Tóna, ódýrast og best þar!) og kaupi hann. Trúið mér, hann er algjörlega þess virði!

fimmtudagur, október 23, 2003

Leynilegi aðdáandinn Part II

Þættinum hefur borist afsökunarbeiðni. Leynilegi aðdáandinn sendi skilaboð í sms-formi og segist ekki hafa komist á Metz á föstudaginn. Ennfremur segir hann að ég eigi eftir að hlæja þegar ég kemst að því hver þetta er. Hmmmm..... Ok, ég er soldið forvitinn en eiginlega meira pirraður, mér leiðast svona leikir. Allavega þegar ég hef ekki yfirhöndina (",) Svo leynilegi aðdáandi, hvernig væri nú að gefa mér einhverjar vísbendingar? Eins og til dæmis nafn, aldur og fyrri störf...

Helgardagbókin

Lítið búið að blogga og lítið búið að gerast undanfarna daga hjá Kjánanum. Eina sem kannski er vert að segja frá er helgin. Þar er að finna sögur af drykkju, þynnku, leynilegum aðdáanda og fleiru. Forvitnir lesi áfram.

Föstudagur

Eftir vinnu fór ég ásamt samnemendum mínum í japönskunni í vísindaferð (okkar allra fyrstu vísindaferð nota bene) í Marel. Þessi ferð var mjög svo skemmtileg og fræðandi og ekki skaðaði hvað vel var veitt af öllu, bæði af mat og drykk. Jafnvel of vel veitt því þegar við héldum í bæinn klukkan sjö var ég orðinn veeeel undir áhrifum. Held ég hafi aldrei verið svona drukkinn klukkan sjö að degi til, alltaf gaman að setja ný met! Eftir Marel fór hópurinn á Ölstofuna þar sem meira var teigt af gleðivökva. Klukkan átta tók ég þá gáfulegu ákvörðun að hætta í áfenginu og byrja í vatninu, ég vissi að ef ég mundi halda áfram að drekka mundi ég enda dauður inni á klósetti eða týnast í runna einhvers staðar á leiðinni heim. Setti líka annað nýtt met en það fólst í að fara á Nonnabita klukkan tíu, hef aldrei gert það áður. Eftirdjammsnarlið snætt svolítið snemma þetta kvöld. Eftir smá rölt milli staða með japönskunni hélt ég í partý hjá Pétri ásamt Héðni, Gulla og Svanhildi. Þar var einhver hópur af kynvillingum fyrir en ég gaf skít í þá og lagðist upp í rúm með Svanhildi og Héðni, athyglisvert threesome! Eftir partý héldum við á Metz. Þar áttu þessar óvænta innkomu, endalaust úthald sem þetta lið hefur í djamm og stelpupör! Það var alveg ágætis stemning á Metz og ég er ekki frá því að ég hafi tekið einn dans eða tvo. "Leynilegi aðdáandinn" lét ekkert sjá sig þetta kvöld eins og hann hafði lofað. Ég fékk því ekkert gin & tónik nema smá hjá Svanhildi en ég er nokkuð viss um að hún sé ekki aðdáandin, en maður veit svo sem aldrei (“,) Nóttina endaði ég í rúmi heimasætunnar á Hverfisgötunni. Nei ekki í rúminu hans Héðins, heldur Siggu systur. Takk Sigga mín.

Laugardagur

Oh gamla góða þynnkan, hvað ég hef saknað þín...eða þannig! Meiri hluti dagsins fór sem sagt í hausverk. Og þar sem þynnka og hausverkur koma saman…þar er kastað upp! Ekki vildi ég spilla því partýi og tók því eins og eitt gott uppkast. Um kvöldið var haldið í tvö afmælispartý, eitt hjá Júlíu og annað hjá Haffa. Kjáninn var edrú og keyrandi af augljósum ástæðum. Eftir afmælispartý héldum við Héðinn í bæinn og torguðum eftirdjammátinu fyrir djammið, furðulegt að við höstlum ekki angandi af mat finnst ykkur ekki? Við hittum Þorvald og fórum á röltið með honum og heimsóttum m.a. Metz og Hressingarskálann en enduðum á stofu kennda við öl, ekki fyrir frumlegheitunum að fara á þessum bænum! Sátum þar dágóða stund og spjölluðum um heima og “gay-ma”. Þetta var fínt kvöld af þynnku- og edrúkvöldi að vera en þegar maður er byrjaður að sjá rúmið sitt í hyllingum er gott að fara heim snemma og það gerði ég (“,)

Sunnudagur

Kjáninn var eitthvað blúsaður þennan sunnudaginn. Kannski að því að ég þurfti aðeins að fara að vinna um morguninn. Kannski að því að það var ömurlega leiðinlegt í sunnudagsfótboltanum sem venjulega hressir mann við. Kannski að því að mig langaði í bíó en fann engann til að fara með og var alls ekki í skapi til að fara einn. Kannski, hver veit? Þegar maður er blúsaður er ýmislegt til ráða til að stytta stundirnar eða hrekja blúsinn burt. Þegar blúsinn heimsækir mig helli ég mér yfirleitt í tónlist, kvikmyndir og bækur. Sunnudagurinn þessi og reyndar mánudagur líka fóru samkvæmt því í eftirfarandi.

Hlustun

Turandot. Síðasta ópera Puccinis um ísdrottninguna ófáanlegu Turandot. Að vísu verður ísdrottningin ástfangin í endann en maður getur bara hætt að hlusta áður en það gerist. Það gera allavega ósnertanlegar og ófánlegar ísdrottningar eins og ég!

Englabörn eftir Jóhann Jóhannsson. Einfaldlega fallegasti diskur sem ég hef heyrt í háa herrans. Hann ætti eiginlega að vera skyldueign á hverju heimili. Þetta er tónlist sem hann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson og er svolítið í anda tónlistarinnar í Requiem for a dream og Englum Alheimsins. Get ekki mælt nógu sterkt með þessum disk, kaupið hann NÚNA!!!

Just like blood með Tom McRae. Snilldardiskur frá vanmetnum og nær óþekktum tónlistarmanni (og ég nota ekki orðið tónlistarmaður um alla sem eru að fást við músík). Ótrúlega magnaðir textar og flottar útsetningar. Þeir sem fíla Nick Drake, Badly Drawn Boy og Elliott Smith ættu að tjekka á Tom McRae!

Áhorf

Horfði á fjórða þáttinn í nýjustu seríunni af Six Feet Under, uppáhaldsþættinum mínum! Magnaður þáttur þar sem einmitt Turandot kom við sögu og eitt af umræðuefnum okkar Héðins og Þorvaldar frá laugardeginum, þ.e. opin sambönd hjá hommum var eitt aðalþemað.

The Hours. Loksins sá ég þessa mynd og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég elska myndir sem leika sér svona með tímaröð og ég DÝRKA Julianne Moore. Hún er svo ótrúlega góð leikkona að það er bara fáránlegt og er miklu betri en Nicole Kidman í þessari mynd, óskarsverðlaun smóskarsverðlaun!!

Horfði svo líka til gamans á spaghettívestrann A Fistfull of Dollars með jaxlinum Clint Eastwood. Endlaust svöl mynd, tónlist og kvikmyndataka ótrúlega flott.

Lestur

Bómenntirnar lutu örlítið í lægra haldi í þessu blúskasti en las þó tvær smásögur eftir Haruki Murakami. Þær er að finna í bók sem heitir After the Quake, mæli hiklaust með henni fyrir smásöguunnendur. Yndislegur höfundur og frábærar sögur.

Góður blús maður!

föstudagur, október 17, 2003

Listamanía!!

Það eru allir að verða upptalningar- og listabrjálaðir! Ég fékk áskorun frá Svönu beib að gera topp tíu lista og birta. Hún vildi hafa hann persónulegan en mér finnst ég vera búinn með kvótann þar í bili. Datt því í hug að gera léttan og leikandi föstudagslista. Listi þessi er helgaður tíu sætustu leikurunum af yngri kynslóðinni í dag (munið atriði nr.43 á listanum!). Hmmm..ætli sé hægt að sjá týpuna mína út úr þessum lista...hvað segið þið?

1. Jude Law...fallegastur.
2. Gael García Bernal...mexíkanskur konfektmoli, úðar kynþokka!
3. Ian Somerhalder...grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr...
4. Tom Welling...sætasti Súperman í heimi!
5. Orlando Bloom....kemst ansi nærri Jude mínum í fegurð!
6. Jeremie Elkaim...franskur og rosa sætur. Menn með mikinn hreim gera hluti fyrir mig (",)
7. Ashton Kutcher...jömmí jömmí!
8. Elijah Wood....frekjuskarðið og augun gera alveg hluti fyrir mig!
9. Jimmy Fallon...fyndinn OG sætur!
10. Julian Morris...nýjasti hjá mér, sykursætur og ungur!

Úff held ég ætti að fara að baka eftir þessa upptalningu! Skora hér með á Leif að koma með einhvern skemmtilegan topp tíu lista! (",)

fimmtudagur, október 16, 2003

Leynilegi aðdáandinn

Hmmm…ég fékk sms seint í fyrrakvöld frá einhverjum sem kallar sig “leyndan aðdáanda”. Hann segir að hann sé ekki sækó, bara feiminn, og að ég sé sætur og eigi að koma á Metz á föstudaginn en þá er einmitt hommaball þar. Hmmm..ég veit ekki alveg hvað mér finnst um svona. Mig grunaði auðvitað strax að þetta væri bara einhver að grínast í mér (ég er mjööög tortrygginn að eðlisfari) en hver veit, kannski er þetta í alvöru. Það fyndna er að við vinirnir vorum fyrir löngu búnir að ákveða að fara á Metz þetta kvöld en meira til að skemmta okkur en að hitta leynilega aðdáendur. Ég ætla allavega ekki að fara á Metz með þær væntingar að hitta draumaprinsinn en maður veit svo sem aldrei hvað getur gerst.

Og þér til upplýsingar sendandi góður (ef þú ert þá að lesa þetta) þá er gin & tónik uppáhaldsdrykkurinn minn. It’s in your hands! (“,)

Skynsemiskjáninn vs. Ævintýrakjáninn

Úúú..loksins fékk ég svar frá LÍN um hvað ég fæ í lán fyrir skólaárið. Það kom mér reyndar mjög á óvart hvað ég fæ mikið miðað við að ég var að vinna allt árið, mér líður eins og ég hafi unnið í lottó...eða allavega Jókernum! Ég fór auðvitað strax að láta mig dreyma um hvað ég gæti nú gert við þennan “bónuspening” sem ég fékk. Mig langar t.d. alveg rooosalega til Köben með Gulla og fleirum á afmælishátíð BLUS (kynvilltir háskólanemar í Köben) í lok október, er m.a.s. með fría gistingu og allt. Ég held ég hefði mjög gott að því að fara út og hitta nýja homma, Gulli lofar allavega heilum 700 stykkjum þarna!! En svo fór skynsemispúkinn að þræta við mig (situr venjulega á hinni öxlinni). Ég ætti auðvitað að nota peninginn í að borga skuldir eða spara hann til að geta keypt almennilegar jólagjafir handa öllum litlu frændsystkinunum. Í augnablikinu hefur skynsemispúkinn yfirhöndina :-( Er það merki um aldur að ég sé farinn að láta skynsemispúkann ráða meiru en ævintýrapúkanum? Hmmmm....

Og klaufi dagsins er...

Kjáninn! Einhver verður að taka við þar sem Klaufastrumpur er ekki á landinu! Ég byrjaði sem sagt daginn á að missa af strætó, TVISVAR, og kom þ.a.l. korteri of seint í miðannarpróf í hlustun, ekki sniðugt!! Ég endaði svo skóladaginn á að hella úr heilum kaffibolla á gólfið í kaffistofu stúdenta í Háskólabíó! Maður er alltaf að slá í gegn! (",)

miðvikudagur, október 15, 2003

Játningar dagsins

Ég vil hér nefna einn hlut sem fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á mér og játa þráhyggju í öðrum. Þetta er gert í þeirri von að með því að játa þetta hér fyrir öðrum að þá muni ég losna við þetta úr kerfinu og getað hafið líf sem nýr og betri maður. Þetta er allt gert samkvæmt nýjustu bloggsálfræðikenningum (“,)

Eitt sem fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á mér er þegar kennarar eru að stroka út af töflum og gera það ekki almennilega. Þið vitið hvernig þetta er, sumir skilja eftir lítil strik hér og þar og sumir m.a.s. byrja að skrifa ofan í gamla krotið!! Af hverju ekki að gera þetta almennilega víst þeir eru að þessu á annað borð, ég bara spyr! Ég á alveg gífurlega erfitt með mig þegar þetta er gert og á erfitt með að einbeita mér að lærdómnum. Mig langar stundum að þramma upp að töflu, horfa illilega á kennararann, taka mér svampinn í hönd og byrja að stroka út! Hingað til hef ég getað haldið aftur að mér og bölvað í hljóði en hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. Hey…þarna er kannski komið framtíðarstarf fyrir mig, kennaratöfluútstrokari!! Sjáiði hvað maður leysir mikið hér á blogginu, allt að gerast!

Og annað sem ég ætla að játa hér. Það þekkja allir lituðu plastglösin frá IKEA, þau eru til á öðru hverju heimili hér á landi. Þegar ég er að ganga frá glösunum eftir uppþvott verð ég (og ég meina VERÐ) að raða þeim rétt eftir litum. Sem sagt fyrst blátt, svo dökkgrænt, svo ljósgrænt, gult, appelsínugult og svo rautt. Ef þeim er raðað þremur og þremur verða bláa, dökkgræna og ljósgræna að vera saman og hin í sérröð. Ég hef reynt að raða þessum glösum að handahófi en játaði mig sigraðan stuttu síðar og fór aftur upp í skáp og endurraðaði þeim.

Er þetta eðlilegt!?

"Lærdómshelgin" mikla

Hér kemur helgarbloggið af gömlum vana...

Helgin átti öll að fara í lærdóm en eins og segir í lið 92 á listanum góða þá fer lítið fyrir sjálfsaga á þessum bænum. Föstudagskvöldið fór því að mestu í ALLT annað en að læra. Dundaði mér t.d. við lestur, að gera 100 listann og netflakk en ég gaf mér þó líka tíma til að horfa á þætti af Powerpuff Girls á Cartoon Network, æðislegir þættir á enn æðislegri stöð! (",)

Laugardagurinn átti líka allur að fara í lærdóm, segi ekki meira! Gulli hafði samband seinni partinn og spurði hvort ég vildi koma til sín í pizzu ásamt Doktor Pétri. Ég þáði það auðvitað en ætlaði bara að vera örstutt og fara svo strax heim að læra. Eftir pizzuát og Friendsgláp ákváðum við Gulli rétt að kíkja örlítið í stelpupartý hjá Möttu og co en ílengdumst að sjálfsögðu vel fram yfir miðnætti þar, það var bara svo gaman!
Það mætti segja að það hafi tvennt staðið upp úr þetta kvöld. Annars vegar þegar Matta ákvað að skíra ákveðinn líkamshluta á sér í höfuðið á mér (Matta, jólabjöllurnar munu aldrei hljóma eins fyrir mér eftir þetta!) og hins vegar þegar ákveðin hárgreiðslukona lýsti því yfir að hún væri lesbía. Hún sagðist reyndar vera að grínast en við hin vitum betur (“,) Þessi úrskápun var líka mjög viðeigandi á þessum degi, 11.október, því hann ber heitið “Coming out day” í Ameríkunni! Þar eru til dagar fyrir allt held ég.

Á sunnudeginum var svo komið að stóru stundinni, stofnfundur Farandpönnunnar umtöluðu. Gulli útskýrir skemmtilega á sínu bloggi tilgang og virkni þessa klúbbs. Stutta útgáfan er að sá sem síðast naut ástarmaka á að halda brunch fyrir hina ófullnægðu í hommahópnum og allir í hópnum eiga að koma með eitthvað góðgæti með sér, heimabakað eða bakarískeypt. Og það er sko óhætt að segja að þar sem kynsveltir hommar koma saman, þar er sko góður matur! (",) Ég vaknaði klukkan níu um morguninn (held það sé met hjá mér) til að baka döðlubrauð, í eitthvað verður maður nú að nota alla þessa óbeisluðu kynorku sem maður hefur!! Fundurinn heppnaðist alveg einstaklega vel og ég er ekki frá því að ég hafi staðið mig betur í sunnudagsboltanum en ella vegna hans. Eftir boltann tók við fundur hjá Hinsegin bíódögum þar sem línur voru lagðar og skipst á skoðunum um misgóðar homma- og lesbíumyndir. Og til að tryggja að ég mundi nú ekki læra neitt þennan dag tók ég heim með mér tvær spólur með stuttmyndum til að horfa á. Komst svo að því að RÚV var líka að sýna hommamynd þetta kvöld, ítalska ræmu sem nefnist Le fate ignoranti (útleggst sem Fáráði álfurinn á ylhýra). Alveg ágæt mynd og umhugsunarverð. Stuttmyndirnar sem ég horfði á voru misgóðar. Ein góð sem ég sá heitir Spin og er bresk. Aðalleikarinn í henni heillaði mig alveg þvílíkt mikið, ég rann næstum fram úr sófanum þegar ég sá hann! Ég fór því á netið til að finna upplýsingar um hann. Hmmm..komst að því að hann er fæddur 1983!!! Andsk...djös...andsk!!! En þetta kemur mér svo sem ekki á óvart miðað við atriði nr. 43 á 100 listanum. En vá hvað hann er nú sætur! Vilja ekki allir fá að sjá hann í bíó í janúar?? (",)

mánudagur, október 13, 2003

Er líf eftir listann?

Jæja, held ég sé búinn að láta listann góða njóta sín nógu lengi, kominn tími á nýtt blogg og ópersónulegra! Ég sé að heimsóknum á síðuna hefur fjölgað þó nokkuð þessa síðustu daga, ætli fólk búist ekki við fleiri játningum og uppljóstrunum frá mér. Held ég láti það nú vera í bili enda var þessi listi meira gerður fyrir mig en aðra. Að birta hann einungis gert í þeim tilgangi að reyna að kenna sjálfum mér að vera ekki sífellt upptekinn af því hvað öðrum finnst um mig. Ég á nefnilega til að gera það frekar mikið…jeminn, maður er bara að verða persónulegur aftur hér! (“,) Sumir mundu segja að ég ætti bara að drífa mig til sálfræðings með þetta allt og hætta að væla á netinu en að blogga er bara svo miklu ódýrara! Það mætti segja að bloggið sé nokkurs konar nútímasálfræðingur fátæka námsmannsins (",)

föstudagur, október 10, 2003

100 um mig

Veit ekki hvort það sé hrein heimska eða hugrekki að birta svona lista, kannski blanda af báðum. Allavega, hér er hluti af mér...

1. Ég fæddist 9.apríl 1977 á Siglufirði
2. Ég á fjóra bræður, þrjá eldri og einn yngri, enga systur
3. Bræður mínir eiga samtals 7 börn, ég elska þau öll út af lífinu
4. Ég lék mér með dúkkur þegar ég var strákur…
5. …en æfði líka fótbolta í 10 ár
6. Foreldrar mínir skildu þegar ég var 13 ára, það er viðkvæmur aldur
7. Ég þurfti að svara félagsráðgjafa hvoru foreldrinu ég vildi búa hjá…
8. …það var ekki gaman og engin krakki ætti að þurfa að gera það
9. Ég var 14 ára þegar ég stundaði fyrst kynlíf…
10. …það var með besta vini mínum
11. …í dag á hann konu, barn, hús, bíl og hund
12. Ég hef verið með einni stelpu og sex strákum yfir ævina
13. Ég hef aldrei verið á föstu
14. Ég hef einu sinni verið ástfanginn, hann var norskur…
15. ….og átti kærasta allan tímann sem ég þekkti hann…
16. …það var mjög sárt að komast að því
17. Ég var eini í bekknum mínum á Siglufirði sem fór til Reykjavíkur í menntaskóla
18. Ég fór í MH og þessi fjögur ár í MH voru ótrúlega skemmtileg…
19. …en hefðu getað verið skemmtilegri hefði ég haft vit á að koma út úr skápnum þá
20. Mig langaði alltaf í hring í augnbrúnina þegar ég var í MH
21. Ég eignaðist ótrúlega góða vini í MH…
22. …og er enn í sambandi við þau flest í dag
23. Eftir MH tók ég mér frí frá skóla í eitt ár
24. ….og vann í rækjuvinnslu á Siglufirði
25. ….mér fannst það mjög gaman og sé ekki eftir því
26. Ég byrjaði í ensku í Háskólanum eftir fríið….
27. …kláraði tvö ár, vildi svo læra eitthvað praktískt og fór í viðskiptafræði…
28. …það er á topp fimm yfir mistök mín á ævinni
29. Ég gafst upp og fór að vinna hjá Eimskip…
30. …byrjaði svo aftur í Háskólanum núna í haust í japönsku…
31. …það er ótrúlega gaman enda er ég tungumálanörd
32. Ég á að kunna sitthvað fyrir mér í fimm erlendum tungumálum…
33. ….ensku, dönsku, spænsku, þýsku og japönsku
34. …mig langar að læra frönsku, portúgölsku, ítölsku, velsku og sænsku
35. Yngsti bróðir minn, Hlynur, dó í bílslysi í fyrra…
36. …hann var 19 ára
37. …ég sakna hans meira en ég get lýst
38. …og hugsa um hann á hverjum degi
39. Ég er ótrúlega þrjóskur og óþolinmóður
40. Ég elska dýr og skil þau oft betur en fólk…
41. …ég hef átt hund, ketti, kanínur og fiska.
42. Ég á ekki bíl né íbúð og hef aldrei átt
43. Ég fell yfirleitt fyrir yngri strákum frekar en eldri
44. Verðmætustu eignir mínar eru amerískt rúm, sjónvarp, vídeó, dvd spilari og rúmlega 1000 geisladiskar…
45. …ef eignir eiga að endurspegla persónu manns veit ég ekki alveg hvað þetta segir um mig
46. Ég á það til að vera þunglyndur
47. Ég er það sem í dag kallast samkynhneigður…
48. …ég veit ekki akkúrat hvenær ég vissi að ég væri það…
49. …því samkynhneigð hefur ekki framleiðsludag eins og mjólk
50. Ég hef orðið skotinn í of mörgum gagnkynhneigðum strákum um ævina
51. Tónlist er eitt af því sem heldur í mér lífinu, án gríns
52. Uppáhaldssöngvarinn minn er Chet Baker….
53. …uppáhaldssöngkonurnar mínar eru of margar til að telja upp..
54. …en t.d. Björk, Beth Gibbons, Billie Holiday og Eva Cassidy
55. Uppáhaldsmyndin mín er Short Cuts en uppáhaldsgamanmyndin mín er Big Lebowski
56. Ég er með stórt frekjuskarð...
57. …og finnst það ljótt
58. Mér finnst gaman að elda og baka…
59. …mér leiðist ofsalega að versla föt
60. Ég á auðvelt með að setja mig í spor annara…
61. …sérstaklega allra sem eru minnimáttar
62. Ég kann ekki að fara með pening…
63. …og er með helling af skuldum á bakinu
64. Ég hef farið fimm sinnum til útlanda…
65. …og ferðast til sex landa
66. Ég fór á Interrail með tveimur vinkonum mínum eftir MH…
67. …ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel
68. Ég fór til London í fyrsta skipti á þessu ári…
69. …ég ætla að búa í London einhvern tímann á ævinni
70. Ég er með veikleika fyrir svarthvítum tragískum leikurum…
71. …t.d. James Dean, Marilyn Monroe og Montgomery Clift
72. Ég er skíthræddur við að segja fólki sem ég kynnist að ég sé hommi
73. Ég hef ekki mikið sjálfsálit
74. Ég hef þyngst um þrjú kíló síðan ég var tvítugur
75. Uppáhaldslagið mitt heitir Roads og er með Portishead
76. Ég hef grenjað í bíó…
77. …t.d. á Dead Man Walking og Schindler’s List,
78. Ég hef sagt “Ég elska þig” við einn strák og meint það
79. Ég hef farið tvisvar á blint stefnumót…
80. …og ætla aldrei að gera það aftur…
81. …en hef af reynslu lært að maður á aldrei að segja aldrei
82. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum…
83. …og er ekki vitund trúaður og legg fæð á ofsatrúarfólk
84. Ég á hugmyndir af óteljandi smásögum, bókum, leikritum og handritum skrifaðar niður og í hausnum á mér…
85. …en hef enn ekki komið mér í að klára neina af þeim
86. Mig skortir framtakssemi
87. Ég er fíkill í kaffi, súkkulaði, bjór, rauðvín, beikon og þeyttan rjóma
88. Ég kann ekki að spila á neitt hljóðfæri…
89. …en reyndi að læra á píanó í tvær vikur og gafst upp
90. Ég hef einu sinni reynt að reykja hass en gat bara tekið einn smók…
91. …eiturlyf heilla mig ekki og mér finnst þau fíflaleg
92. Mig skortir gjörsamlega allan sjálfsaga
93. Mér finnst gaman að fara einn í bíó en þori því sjaldan
94. Ég vil alltaf hafa yfirhöndina og er hrikalega tapsár
95. Mig langar að ættleiða barn þegar ég hætti að vera svona mikið barn sjálfur
96. Ég forðast alltaf ábyrgð
97. Mér finnst Jude Law fallegasti karlmaður í heimi
98. Mér finnst gaman að dansa eins og asni í kringum snobbað fólk
99. Það sem hræðir mig mest er tilhugsunin um að ég verði aldrei hamingjusamur
100. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór

Hann verður persónulegur!

Ókei, eftir hvatningu frá Betu beib þá ákvað ég að birta listann minn. Hitti hana í strætó í dag (vá hvað hún er alltaf sæt!!) með félaga sínum og eftir það ákvað ég að birta bara listann. Er að lesa hann yfir núna og finnst hann soldið niðurdrepandi og er soldið smeykur við að fólk stimpli mann sem þunglyndissjúkling en það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt...hehehe! Allavega, hér eftir nokkur augnablik birtist listinn umtalaði (",)

Persónulegi bloggarinn eða ekki?

Enn ein helgin að ganga í garð og sé ég fram á að liggja yfir lærdómi alla helgina (ef ég hef viljastyrk...sem ég hef ekki!), ég er nefnilega að fara í fjögur próf í næstu viku. Þrjú í japönskunni og eitt í ensku og ég á sko eftir að læra MIKIÐ, úff! Veit ekki einu sinni hvort ég hafi tíma til að horfa á Ísland skíttapa fyrir Þýskalandi á morgun. Svo er stofnfundur Farandpönnunnar á sunnudaginn, fótbolti þar á eftir og svo fundur fyrir Hinsegin bíódaga. Eiginlega of mikið að gera hjá mér þessa dagana en það er auðvitað að hluta til sjálfum mér að kenna, ég kann nefnilega ekki að segja nei! Var ég búinn að minnast á að ég er orðinn gjaldkeri hjá félagi japönskunema? (",)

Ætlaði að læra ofsa mikið í gærkvöldi en endaði á að baka heilsubollur (þið vitið hvað þeir segja um menn sem baka mikið!) og fór að vafra á netinu. Fór að skoða bloggsíður og rakst þar á nokkra 100 lista svokallaða. Þeir sem ekki vita hvað 100 listi er geta t.d. kíkt á listann hennar Betu (sem er mjög flottur) og þessa drengs, þessarar stúlku og líka þessarar, held samt að þessi stúlka hafi byrjað á þessu. Eftir netvafrið settist ég sem sagt niður og gerði svona 100 hlutir-um-mig-lista en fór svo að efast í dag hvort ég ætti nokkuð að vera að birta hann hér. Setti nefnilega inn ýmislega mjög persónulega hluti þarna. En kannski ætti ég bara að birta hann, ég og Héðinn vorum einmitt að ræða það um daginn hvað við værum ferlega þurrir og ópersónulegir bloggarar, þessi listi mundi sko aldeilis bæta úr því! Kannski ég setji hann hér í leiðindum mínum í kvöld þegar ég nenni ekki að læra, aldrei að vita!

Eine kleine bitte!

Sumir hlutir eru bara fyndnir ef maður gefur sér tíma til að spá aðeins í þeim. Hver ætli hafi t.d. fundið upp á kleinum? Ég meina hverjum dettur í hug að gera deig og steikja það svo upp úr feiti? "Hmmm...já, best að gera þetta deig, fletja það út og skera niður í svona þríhyrninga og svo steikja í feiti, það er örugglega mjög gott!". Right!! Þetta er auðvitað ákveðin tegund að bilun en samt líka algjör snilld. Og þar sem ég fæ alltaf kleinur í vinnunni á föstudögum þá kvarta ég ekki (",)

miðvikudagur, október 08, 2003

Gúffveislan mikla

Gulli þessi elska bauð mér í mat í gærkvöldi. Hann eldaði fisk í ofni með grænmeti, sauð kartöflur, gerði hvítlauksbrauð og bauð upp á hvítvín. Á meðan var Vala að hnoða í kanilsnúða, haldiði að það sé myndarskapur á einu heimili?! Maturinn var auðvitað frábær og eftir að borðhaldi lauk settumst við Gulli í betri stofuna með hvítvínið og horfðum á Queer Eye for the Straight Guy meðan Vala bakaði snúðana. Þátturinn af Queer Eye var mjög skemmtilegur og hommarnir fóru alveg á kostum í svona “one-liners”. Sem sagt enn einn þátturinn að horfa á búinn að bætast í safnið. Eftir þáttinn drukkum við svo kaffi og gúffuðum í okkur kanilsnúðunum góðu meðan við horfðum á mexíkóskan kandídat á hinsegin kvikmyndahátíðina. Myndin fór misvel í okkur (eiginlega jafn illa í okkur öll), þetta er ein af þeim myndum sem mundi vera flokkuð sem “athyglisverð”.
Ég fór heim sæll og saddur og fór aðeins í tölvuna, kíkti á msn og viti menn, voru ekki Gulli og Pétur báðir staddir þar. Við héldum svona nokkurs konar stuðningsfund á netinu, stuðningsfund fyrir homma sem sofa einir og eru kynsveltir. “Ég heiti Þórir og ég er kynsveltur”. Og allir saman nú...."Hæ Þórir!" Góður endir á góðum degi.

Gulli og Vala, þið eruð snillingar! Takk fyrir mig (“,)

þriðjudagur, október 07, 2003

Hýrt auga fyrir kynvísan fýr

Skjár 1 er ekki að gera mikið að viti þessa dagana. Eftir að hafa sent allar bestu þáttaraðirnar sínar yfir á Skjá 2 (sem ég næ ekki!) og hætt við að sýna Queer as Folk eins og þeir lofuðu fyrir löngu er ekki mikið að viti sem þeir bjóða upp á. Þeir bæta þetta þó að hluta til upp með að taka til sýningar tvær nýjar þáttaraðir sem mér finnst ansi athyglisverðar. Önnur er teiknimyndþáttaröð í anda The Simpsons og heitir Family Guy. Ég hef séð nokkra þætti og fannst þeir algjör snilld. Veit samt ekki alveg hvenær þættirnir byrja, vonandi hætta þeir ekki við að sýna þá! Hin þáttaröðin heitir Queer Eye for the Straight Guy og hún byrjar í kvöld klukkan 20. Þessi þáttaröð sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum í sumar og ég held að hún gæti bara verið nokkuð skemmtileg, allavega er hugmyndin fyndin. Svo finnst mér líka hann Jai Rodriguez, sá sem sér um menninguna, alveg svakalega sætur (“,)

Helgi nr.40

Fastir liðir eins og venjulega (",)

Föstudagur

Afþakkaði pent einhverja óvissuferð með vinnunni, var ekki alveg í rétta gírnum fyrir svoleiðis sukk og svínarí. Ákvað frekar að hanga heima og hafa það huggulegt með nýja ímyndaða kærastanum mínum, honum Indriða. Já, kærastaskorturinn og sjálfsvorkunin var orðin það mikil að ég ákvað bara að búa til eitt stykki kærasta, það er svo miklu auðveldara en að leita að einum! Mér finnst þetta fyrirkomulag líka mjög hentugt, ég gat t.d. farið út í sjoppu og keypt mér tvöfalt meira nammi og sannfært mig um að það væri ekki allt fyrir mig, það var líka fyrir Indriða! Svo glápti ég ásamt Indriða á Möltufálkann með eðaltöffaranum Humphrey Bogart í aðalhlutverki, algjör gullmoli þessi mynd.

Laugardagur

Eftir marmarakökubaksturinn var ekki mikill lærdómshugur í mér. Dagurinn fór því meira og minna í einhverja bölvaða vitleysu, ussususs! Ætlaði að halda mig heima um kvöldið (enda kominn með nýjan kærasta) en lét lokkast út af Davíð í Next. Að vísu ekki fyrr en ég var búinn að glápa á snilldarmyndina Cradle Will Rock á RÚV. Alveg frábær mynd og þvílíkt safn af gæðaleikurum í einni mynd að það hálfa væri nóg. Ætla ekki einu sinni að reyna að telja þá alla upp, það er hægt að sjá þá hér. Eftir glápið hélt ég til Davíðs og svo í bæinn. Við byrjuðum á að fara Hverfisbarinn, þar var verið að spila sömu tónlist og er búið að spila á Hverfisbarnum undanfarin tvö ár, hvað er málið?! Fórum þaðan á Kaffibarinn og þar var virkilega gaman og ótrúlega skemmtileg tónlist. Snilldarblanda af eighties smellum (t.d. Whitney Houston, Eurythmics) og nýrri ferskri tónlist (t.d. Mirwais, Dj Shadow), eintóm snilld! Eftir lokun þar röltum við á Ölstofuna. Þar var Héðinn að vinna, Óli Steinn leiklistarnemi með leiklistarvinunum og Kolla sæta að brjóta hjörtu karlmanna. Var svo kominn heim undir sæng um sexleytið.

Sunnudagur

Eftir sunnudagsfótboltann skundaði ég ásamt Gulla á fund hjá Hinsegin bíódögum. Við erum að reyna að leggja lokahönd á að velja myndir fyrir hátíðina sem verður í lok janúar, mikið sem þarf að spá og spegúlera varðandi svona val. Við verðum að vísu ekki með margar myndir en gæðin verða (vonandi) því meiri. Eftir fundinn fórum við Gulli í heimsókn á Hverfisgötuna til Héðins og kíktum aðeins á kaffihús. Kvöldinu var svo eytt í lærdóm og gláp á kandídata fyrir kvikmyndahátíðina. Horfði á tvær frekar súrar myndir, önnur var þýsk með fullt af hálfberum og allsberum köllum en stundum er það bara ekki nóg! Hin myndin var japönsk og bara furðuleg, úff! Þriðja myndin sem ég horfði á var hins vegar algjör gullmoli, alveg hreint unaðsleg mynd sem verður að öllum líkindum sýnd á hátíðinni hér. Langt síðan ég hef séð jafn góða mynd, þið eigið gott í vændum í janúar (",)

Sjálfsvorkunarstaðall eftir helgina....um 6, jafnvel 7 en fer lækkandi
Bökunarstaða/kynlífsstaða....tvær marmarakökur, segir allt sem segja þarf!

laugardagur, október 04, 2003

Laugardagsleti

Í dag ætlaði ég að eyða öllum deginum í lærdóm, gerði það auðvitað ekki. Í staðinn þá gerði ég eftirfarandi...

-passaði frændsystkinin og bakaði með þeim tvær marmarakökur. Bökunarhneigðin er sem sagt snúin aftur!
-dánlódaði nýja Kylie laginu, Slow. Veit ekki alveg hvernig ég er að fíla þetta Emilíönu Torrini lag, kannski venst það...
-las bloggið hans Viktors og hló mikið mikið, Viktor er snilldarbloggari!
-dánlódaði lögum úr nýju Quentin Tarantino myndinni, Kill Bill. Ef myndin er jafn góð og sándtrakkið er engu að kvíða! Mæli sérstaklega með lögunum Bang bang með Nancy Sinatra, Green Hornet Theme með Al Hirt, Don't let me be misunderstood með Esmeralda og Battle Without Honor or Humanity með Tomoyasu Hotei. Allt snilldarlög og sérstaklega gaman að heyra Don't let me be misunderstood í spænskri-mariachi-diskó útgáfu (",)

Jæja, bækurnar bíða!


föstudagur, október 03, 2003

Bella notte

Mig dreymdi Monicu Bellucci í nótt. Því miður var þetta ekki kynferðislegur draumur, hefði ekkert haft á móti einum slíkum með Frú Bellucci! (",) Það var þannig að Monica var að undirbúa sig að fara á frumsýninguna á The Matrix en komst ekki í kjólinn sem hún ætlaði í, hún var nefnilega nýbúin að eignast barn og hafði aðeins bætt á sig! En þá kemur barnapían hennar ÉG til hjálpar. Hún komst í svarta, þrönga kjólinn fyrir rest og komst á réttum tíma á frumsýninguna, allt mér að þakka! Kannski ég ætti bara að hætta í Háskólanum strax og byrja að einbeita mér að barnapíustörfum!
Mjög gaman að dreyma þessa miklu fegurðardís en ég bíð enn óþreyjufullur eftir fyrsta Jude Law draumnum mínum!

Brenni

Ég vaknaði í gær með óútskýranlega mikla löngun í brenni! Ekki hugmynd af hverju. Veit ekki einu sinni hvort það sé selt ennþá hér á landi.

Þeir fallegustu

Ég held bara að það sé ekki til fallegri karlmaður hér í heimi en Paul Newman í Cat on a Hot Tin Roof! Ókei, Jude Law í The Talented Mr. Ripley og Paul Newman í Cat on a Hot Tin Roof. Ég vil þakka Turner Classic Movies fyrir Paul og Unu fyrir DVD-inn með Jude (",)

fimmtudagur, október 02, 2003

Þeir sem búa í glerhúsi...

Ég horfði á Kastljósið á þriðjudagskvöldið og verð bara að koma svolitlu frá mér. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var viðmælandi í þessum þætti og tilefnið var auðvitað að fjölskylda Halldórs Laxness er búin að láta loka bréfasafni Halldórs. Ein af ástæðunum á bak við þá ákvörðun er einmitt ævisaga Laxness sem Hannes er að rita í óþökk fjölskyldu Laxnessar. Hannesi finnst þessi ákörðun auðvitað fáránleg og varði hann sjónarmið sitt með því að spurja sjálfan sig réttu spurninganna og snúa út úr spurningum umsjónarmannanna, eins og hann gerir reyndar oft. Mér finnst svolítið fyndið að Hannes sé að verja rétt sinn til að hnýsast í einkalíf annarra eins og hann heldur nú sínu einkalífi svona vel leyndu. Hvað mundi Hannesi t.d. finnast ef ég mundi ráðast í að skrifa ævisögu hans án hans samþykkis og í óþökk fjölskyldu hans, skrifa hana algjörlega frá mínu sjónarmiði (sem mundi vera á þá vegu að hann sé ekkert annað en óforskammaður hræsnari og hrokagikkur sem hugsar ekki um neitt annað en sjálfan sig og eigin frama) og byggja hana á bréfum hans og viðtölum við “samferðarmenn” hans…held nefnilega að “samferðarkonur” Hannesar séu færri, a.m.k. samkvæmt mínum heimildum. Ætli hann yrði ekki bara sáttur við mig? Ég held reyndar að ég ætti bara að bjóða mig fram hér og nú til skrifa ævisögu Hannesar. Ég held að ég sé nú þegar kominn með ágætis efni til að vera með nokkrar “sprengjur” eins og hann lofar í ævisögu Laxness. Og ég lofa að ég skal ekkert hlífa Hannesi í þessari bók, bara segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Verst hvað mér þykir maðurinn yfirmáta leiðinlegur!

Helgi að hætti Hemma

Þið hélduð þó ekki að ég mundi sleppa helgarfléttunni góðu?! Ég bara get það ekki, þetta var svo skemmtileg helgi….sem sagt enn og aftur lítið um lærdóm hjá mér (“,)

Föstudagur

Ætlaði að kíkja á djamm sem var á Stúdentakjallaranum á vegum allra tungumáladeildanna í Háskólanum en týndi algjörlega stemningunni fyrir það. Ætlaði bara að halda mig á sófasessunni með sjónvarpið sem félagsskap þegar hluti af ömmugenginu góða hafði samband, þær Matta, Ásdís og Una. Það vildi svo skemmtilega til að þær voru í svipuðum hugleiðingum og ég. Ég skellti mér því til þeirra þegar þær voru búnar að horfa á mjög stutta mynd (eða langa sem þær voru bara fljótar að horfa á) með Colin Farrell og sá sko ekki eftir því. Það er alltaf jafn yndislegt að hitta þessar elskur og kjafta og hlæja. Við ræddum um allt milli himins og jarðar en þó mest um kynlíf eða réttara sagt skort á kynlífi og bölvuðum þessari Durexkönnun í sand og ösku. Ræddum auk þess örlítið um epli og minningargreinar. Hver segir að maður þurfi að fara í miðbæinn til að djamma? (“,)

Laugardagur

Um kvöldið var matarboð hjá vinahjónum okkar Héðins, þeim Möttu og Ásdísi. Þangað mættu líka skutlusysturnar Arndís og Hlédís, sem sagt allt gengið góða (finnst samt við þurfa að finna gott nafn á þetta gengi!). Matargerðin klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá hjónunum, fimm stjörnur af fjórum mögulegum! Við fengum jarðaberjasalat í forrétt og engiferkjúkling í aðalrétt…eftir svona góða máltíð var sko engin þörf fyrir eftirrétt. Eftir að liggja afvelta góða stund var Hemmi Gunn settur undir geislann og hafist handa við drykkju, hárgreiðslur, drykkjuleiki og fleira. Eitthvað vantaði djammið í suma en kannski er það bara í tísku að sofna í partýum, er ekki viss! Þegar alkóhólmagnið í blóðinu var orðið rétt var svo haldið í miðbæinn. Eitthvað var rölt og eitthvað var labbað en farið inn á fáa staði, allt samkvæmt hefðinni góðu. Við rákumst á þennan mann gjörsamlega ofurölvi á Laugarveginum, úff…og ég sem hélt að ég væri stundum slæmur með áfengi! Ég endaði svo í belgískri vöfflu (vá hvað hún var góð) á Lækjartorgi með Davíð og afmælisbarninu Steindóri. Fékk sem sagt eftirrétt eftir allt saman (“,)

Sunnudagur

Einhver þynnka í gangi en hún fer fljótt úr manni í sunnudagsboltanum góða. Eftir boltann var haldið í mötuneytið hans Davíðs (Stjörnutorgið í Kringlunni) og troðið í sig beikonmakkara, kjaftað og hangsað. Um kvöldið horfði ég svo á fyrsta þáttinní nýrri seríu af uppáhaldsþáttunum mínum, Six Feet Under og varð ekki fyrir vonbrigðum. Á örugglega eftir að ræða meira um þessa þætti á næstunni hér.

Græja helgarinnar….auðvitað diskurinn Frískur og Fjörugur með Hemma Gunn
Lag helgarinnar….úff erfitt að velja en held það sé Einn dans við mig með Hemma Gunn af disknum Frískur og fjörugur
Maður helgarinnar….vá erfitt að velja en held það sé bara Hemmi nokkur Gunn.

Verið hress, ekkert stress, bless! (“,)

miðvikudagur, október 01, 2003

Heyrðu mig nú!!

Nei hættu nú alveg! Í dag er ég kominn í sæti númer 113 á biðlistanum fræga eftir stúdentaíbúð!! Er einhver með símanúmer hjá góðum lögfræðingi?


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur