Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
fimmtudagur, október 02, 2003

Helgi að hætti Hemma

Þið hélduð þó ekki að ég mundi sleppa helgarfléttunni góðu?! Ég bara get það ekki, þetta var svo skemmtileg helgi….sem sagt enn og aftur lítið um lærdóm hjá mér (“,)

Föstudagur

Ætlaði að kíkja á djamm sem var á Stúdentakjallaranum á vegum allra tungumáladeildanna í Háskólanum en týndi algjörlega stemningunni fyrir það. Ætlaði bara að halda mig á sófasessunni með sjónvarpið sem félagsskap þegar hluti af ömmugenginu góða hafði samband, þær Matta, Ásdís og Una. Það vildi svo skemmtilega til að þær voru í svipuðum hugleiðingum og ég. Ég skellti mér því til þeirra þegar þær voru búnar að horfa á mjög stutta mynd (eða langa sem þær voru bara fljótar að horfa á) með Colin Farrell og sá sko ekki eftir því. Það er alltaf jafn yndislegt að hitta þessar elskur og kjafta og hlæja. Við ræddum um allt milli himins og jarðar en þó mest um kynlíf eða réttara sagt skort á kynlífi og bölvuðum þessari Durexkönnun í sand og ösku. Ræddum auk þess örlítið um epli og minningargreinar. Hver segir að maður þurfi að fara í miðbæinn til að djamma? (“,)

Laugardagur

Um kvöldið var matarboð hjá vinahjónum okkar Héðins, þeim Möttu og Ásdísi. Þangað mættu líka skutlusysturnar Arndís og Hlédís, sem sagt allt gengið góða (finnst samt við þurfa að finna gott nafn á þetta gengi!). Matargerðin klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá hjónunum, fimm stjörnur af fjórum mögulegum! Við fengum jarðaberjasalat í forrétt og engiferkjúkling í aðalrétt…eftir svona góða máltíð var sko engin þörf fyrir eftirrétt. Eftir að liggja afvelta góða stund var Hemmi Gunn settur undir geislann og hafist handa við drykkju, hárgreiðslur, drykkjuleiki og fleira. Eitthvað vantaði djammið í suma en kannski er það bara í tísku að sofna í partýum, er ekki viss! Þegar alkóhólmagnið í blóðinu var orðið rétt var svo haldið í miðbæinn. Eitthvað var rölt og eitthvað var labbað en farið inn á fáa staði, allt samkvæmt hefðinni góðu. Við rákumst á þennan mann gjörsamlega ofurölvi á Laugarveginum, úff…og ég sem hélt að ég væri stundum slæmur með áfengi! Ég endaði svo í belgískri vöfflu (vá hvað hún var góð) á Lækjartorgi með Davíð og afmælisbarninu Steindóri. Fékk sem sagt eftirrétt eftir allt saman (“,)

Sunnudagur

Einhver þynnka í gangi en hún fer fljótt úr manni í sunnudagsboltanum góða. Eftir boltann var haldið í mötuneytið hans Davíðs (Stjörnutorgið í Kringlunni) og troðið í sig beikonmakkara, kjaftað og hangsað. Um kvöldið horfði ég svo á fyrsta þáttinní nýrri seríu af uppáhaldsþáttunum mínum, Six Feet Under og varð ekki fyrir vonbrigðum. Á örugglega eftir að ræða meira um þessa þætti á næstunni hér.

Græja helgarinnar….auðvitað diskurinn Frískur og Fjörugur með Hemma Gunn
Lag helgarinnar….úff erfitt að velja en held það sé Einn dans við mig með Hemma Gunn af disknum Frískur og fjörugur
Maður helgarinnar….vá erfitt að velja en held það sé bara Hemmi nokkur Gunn.

Verið hress, ekkert stress, bless! (“,)

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur