Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
miðvikudagur, október 15, 2003

Játningar dagsins

Ég vil hér nefna einn hlut sem fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á mér og játa þráhyggju í öðrum. Þetta er gert í þeirri von að með því að játa þetta hér fyrir öðrum að þá muni ég losna við þetta úr kerfinu og getað hafið líf sem nýr og betri maður. Þetta er allt gert samkvæmt nýjustu bloggsálfræðikenningum (“,)

Eitt sem fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á mér er þegar kennarar eru að stroka út af töflum og gera það ekki almennilega. Þið vitið hvernig þetta er, sumir skilja eftir lítil strik hér og þar og sumir m.a.s. byrja að skrifa ofan í gamla krotið!! Af hverju ekki að gera þetta almennilega víst þeir eru að þessu á annað borð, ég bara spyr! Ég á alveg gífurlega erfitt með mig þegar þetta er gert og á erfitt með að einbeita mér að lærdómnum. Mig langar stundum að þramma upp að töflu, horfa illilega á kennararann, taka mér svampinn í hönd og byrja að stroka út! Hingað til hef ég getað haldið aftur að mér og bölvað í hljóði en hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. Hey…þarna er kannski komið framtíðarstarf fyrir mig, kennaratöfluútstrokari!! Sjáiði hvað maður leysir mikið hér á blogginu, allt að gerast!

Og annað sem ég ætla að játa hér. Það þekkja allir lituðu plastglösin frá IKEA, þau eru til á öðru hverju heimili hér á landi. Þegar ég er að ganga frá glösunum eftir uppþvott verð ég (og ég meina VERÐ) að raða þeim rétt eftir litum. Sem sagt fyrst blátt, svo dökkgrænt, svo ljósgrænt, gult, appelsínugult og svo rautt. Ef þeim er raðað þremur og þremur verða bláa, dökkgræna og ljósgræna að vera saman og hin í sérröð. Ég hef reynt að raða þessum glösum að handahófi en játaði mig sigraðan stuttu síðar og fór aftur upp í skáp og endurraðaði þeim.

Er þetta eðlilegt!?

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur