Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
miðvikudagur, október 15, 2003

"Lærdómshelgin" mikla

Hér kemur helgarbloggið af gömlum vana...

Helgin átti öll að fara í lærdóm en eins og segir í lið 92 á listanum góða þá fer lítið fyrir sjálfsaga á þessum bænum. Föstudagskvöldið fór því að mestu í ALLT annað en að læra. Dundaði mér t.d. við lestur, að gera 100 listann og netflakk en ég gaf mér þó líka tíma til að horfa á þætti af Powerpuff Girls á Cartoon Network, æðislegir þættir á enn æðislegri stöð! (",)

Laugardagurinn átti líka allur að fara í lærdóm, segi ekki meira! Gulli hafði samband seinni partinn og spurði hvort ég vildi koma til sín í pizzu ásamt Doktor Pétri. Ég þáði það auðvitað en ætlaði bara að vera örstutt og fara svo strax heim að læra. Eftir pizzuát og Friendsgláp ákváðum við Gulli rétt að kíkja örlítið í stelpupartý hjá Möttu og co en ílengdumst að sjálfsögðu vel fram yfir miðnætti þar, það var bara svo gaman!
Það mætti segja að það hafi tvennt staðið upp úr þetta kvöld. Annars vegar þegar Matta ákvað að skíra ákveðinn líkamshluta á sér í höfuðið á mér (Matta, jólabjöllurnar munu aldrei hljóma eins fyrir mér eftir þetta!) og hins vegar þegar ákveðin hárgreiðslukona lýsti því yfir að hún væri lesbía. Hún sagðist reyndar vera að grínast en við hin vitum betur (“,) Þessi úrskápun var líka mjög viðeigandi á þessum degi, 11.október, því hann ber heitið “Coming out day” í Ameríkunni! Þar eru til dagar fyrir allt held ég.

Á sunnudeginum var svo komið að stóru stundinni, stofnfundur Farandpönnunnar umtöluðu. Gulli útskýrir skemmtilega á sínu bloggi tilgang og virkni þessa klúbbs. Stutta útgáfan er að sá sem síðast naut ástarmaka á að halda brunch fyrir hina ófullnægðu í hommahópnum og allir í hópnum eiga að koma með eitthvað góðgæti með sér, heimabakað eða bakarískeypt. Og það er sko óhætt að segja að þar sem kynsveltir hommar koma saman, þar er sko góður matur! (",) Ég vaknaði klukkan níu um morguninn (held það sé met hjá mér) til að baka döðlubrauð, í eitthvað verður maður nú að nota alla þessa óbeisluðu kynorku sem maður hefur!! Fundurinn heppnaðist alveg einstaklega vel og ég er ekki frá því að ég hafi staðið mig betur í sunnudagsboltanum en ella vegna hans. Eftir boltann tók við fundur hjá Hinsegin bíódögum þar sem línur voru lagðar og skipst á skoðunum um misgóðar homma- og lesbíumyndir. Og til að tryggja að ég mundi nú ekki læra neitt þennan dag tók ég heim með mér tvær spólur með stuttmyndum til að horfa á. Komst svo að því að RÚV var líka að sýna hommamynd þetta kvöld, ítalska ræmu sem nefnist Le fate ignoranti (útleggst sem Fáráði álfurinn á ylhýra). Alveg ágæt mynd og umhugsunarverð. Stuttmyndirnar sem ég horfði á voru misgóðar. Ein góð sem ég sá heitir Spin og er bresk. Aðalleikarinn í henni heillaði mig alveg þvílíkt mikið, ég rann næstum fram úr sófanum þegar ég sá hann! Ég fór því á netið til að finna upplýsingar um hann. Hmmm..komst að því að hann er fæddur 1983!!! Andsk...djös...andsk!!! En þetta kemur mér svo sem ekki á óvart miðað við atriði nr. 43 á 100 listanum. En vá hvað hann er nú sætur! Vilja ekki allir fá að sjá hann í bíó í janúar?? (",)

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur