Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
þriðjudagur, október 28, 2003

Helgardirrindí

Það helsta sem á daga mína dreif þessa þrjá daga var þetta…

Föstudagur

Planið var að vera nörd þetta kvöld og leit lengi vel út fyrir að það plan mundi rætast. Horfði á snilldina Family Guy (takk Skjár 1) og kláraði einn kassa af hraunbitum einn míns liðs, flokkast það undir nördaskap eða bara sem aumkunarvert? Soldið konfjúsing! Samviskan lamdi loks í nördið og ég drattaðist í afmælispartý hjá Þóru stuðfrænku minni, skrópaði sko í fyrra og mátti það alls ekki núna! Þegar ég kom voru allir niðursokknir í að horfa á Idol þáttinn, ýkt stuð eða þannig! Ég hef eiginlega alveg misst af þessu Idol æði og hef voða takmarkaðan áhuga á því, kannski breytist það! Mér finnst þetta bara eitthvað svo amerískt og “tacky”, mér finnst ekki gaman að horfa á þegar það er verið að brjóta fólk niður og stelpur að skæla. En ég ætla samt að reyna að horfa á næsta þátt því þá er sæti strákurinn hann Bóas að syngja, ég held sko með honum (“,) Entist annars stutt í partýinu og það var ljúft að fara þokkalega snemma í háttinn, svona til tilbreytingar!

Laugardagur

Varð lítið úr verki þennan dag (rétt eins hjá Gulla). Fór og heimsótti Héðinn á Hverfisgötuna og við kíktum á Súfistann í smástund áður en Héðinn fór að Ölstofast. Þetta kvöld, eins og föstudagskvöldið, átti líka að vera rólegt. Ég ætlaði að eyða því í félagsskap þeirra Elijah, Orlando og Viggos en endaði auðvitað á að dissa þá og lokka sjálfan mig út, ég læt alltaf undan hópþrýstingi frá sjálfum mér! Ég kíkti sem sagt í bæinn með Herra Next (Davíð). Einbeittum okkur að fáum stöðum þetta kvöld, komum rétt við á Sólon og héldum svo á Hverfisbarinn. Náði þeim merka áfanga þar að standa á sama staðnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma, geri aðrir betur! Hitti dísirnar þær Möttu og Unu á Hverfis, þær voru frískar og fjörugar að vanda. Eftir stöðuna á Hverfis ætluðum við Davíð að rölta á stofu öls en þar var biðröð. Mér semur ekki við biðraðir og við fórum því bara heim með einu stuttu stoppi á Select. Sæti strákurinn sem var að vinna þar (verðandi kærastinn minn, hann bara veit það ekki..ennþá) spurði ekki hvort hann mætti koma heim með mér. Hann spurði bara hvort ég vildi steiktan eða hráan á pylsuna! Gífurleg vonbrigði!!

Sunnudagur

Þennan morgun var komið að öðrum fundi Farandpönnunnar, nánar um þá frábæru samkomu hér að ofan. Eftir Farandpönnuátið hélt ég í fótboltann. Vá hvað það er ekki sniðugt að háma svona í sig áður en maður fer að hlaupa, frammistaðan var alveg eftir magninu sem ég át! Eftir bolta fór ég í kaffi til bróður míns og þar var auðvitað étið enn meira. Vöfflur með miiiiklum rjóma er stór veikleiki hjá mér, ég fitna bara við tilhugsunina núna! Ég lenti svo í sætasta augnabliki í heimi þegar ég sat með fjögurra ára frænda minn og var að horfa á Stundina okkar með honum. Það kom atriði úr Dýrin í Hálsaskógi (þegar Lilli klifurmús syngur vögguvísuna fyrir Mikka ref) og hann byrjaði að syngja með. Hann kunni ekki alveg textann og söng með svona hvíslrödd eins og hann væri einn í heiminum. Þetta var bara krúttlegast í heimi, ég bráðnaði gjörsamlega! Hann er nú formlega orðinn uppáhaldssöngvarinn minn. Kvöldið var tileinkað fimmta þættinum af Six Feet Under og súkkulaðiáti, ekkert nema snilldin ein. (“,)

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur