Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
þriðjudagur, október 07, 2003

Helgi nr.40

Fastir liðir eins og venjulega (",)

Föstudagur

Afþakkaði pent einhverja óvissuferð með vinnunni, var ekki alveg í rétta gírnum fyrir svoleiðis sukk og svínarí. Ákvað frekar að hanga heima og hafa það huggulegt með nýja ímyndaða kærastanum mínum, honum Indriða. Já, kærastaskorturinn og sjálfsvorkunin var orðin það mikil að ég ákvað bara að búa til eitt stykki kærasta, það er svo miklu auðveldara en að leita að einum! Mér finnst þetta fyrirkomulag líka mjög hentugt, ég gat t.d. farið út í sjoppu og keypt mér tvöfalt meira nammi og sannfært mig um að það væri ekki allt fyrir mig, það var líka fyrir Indriða! Svo glápti ég ásamt Indriða á Möltufálkann með eðaltöffaranum Humphrey Bogart í aðalhlutverki, algjör gullmoli þessi mynd.

Laugardagur

Eftir marmarakökubaksturinn var ekki mikill lærdómshugur í mér. Dagurinn fór því meira og minna í einhverja bölvaða vitleysu, ussususs! Ætlaði að halda mig heima um kvöldið (enda kominn með nýjan kærasta) en lét lokkast út af Davíð í Next. Að vísu ekki fyrr en ég var búinn að glápa á snilldarmyndina Cradle Will Rock á RÚV. Alveg frábær mynd og þvílíkt safn af gæðaleikurum í einni mynd að það hálfa væri nóg. Ætla ekki einu sinni að reyna að telja þá alla upp, það er hægt að sjá þá hér. Eftir glápið hélt ég til Davíðs og svo í bæinn. Við byrjuðum á að fara Hverfisbarinn, þar var verið að spila sömu tónlist og er búið að spila á Hverfisbarnum undanfarin tvö ár, hvað er málið?! Fórum þaðan á Kaffibarinn og þar var virkilega gaman og ótrúlega skemmtileg tónlist. Snilldarblanda af eighties smellum (t.d. Whitney Houston, Eurythmics) og nýrri ferskri tónlist (t.d. Mirwais, Dj Shadow), eintóm snilld! Eftir lokun þar röltum við á Ölstofuna. Þar var Héðinn að vinna, Óli Steinn leiklistarnemi með leiklistarvinunum og Kolla sæta að brjóta hjörtu karlmanna. Var svo kominn heim undir sæng um sexleytið.

Sunnudagur

Eftir sunnudagsfótboltann skundaði ég ásamt Gulla á fund hjá Hinsegin bíódögum. Við erum að reyna að leggja lokahönd á að velja myndir fyrir hátíðina sem verður í lok janúar, mikið sem þarf að spá og spegúlera varðandi svona val. Við verðum að vísu ekki með margar myndir en gæðin verða (vonandi) því meiri. Eftir fundinn fórum við Gulli í heimsókn á Hverfisgötuna til Héðins og kíktum aðeins á kaffihús. Kvöldinu var svo eytt í lærdóm og gláp á kandídata fyrir kvikmyndahátíðina. Horfði á tvær frekar súrar myndir, önnur var þýsk með fullt af hálfberum og allsberum köllum en stundum er það bara ekki nóg! Hin myndin var japönsk og bara furðuleg, úff! Þriðja myndin sem ég horfði á var hins vegar algjör gullmoli, alveg hreint unaðsleg mynd sem verður að öllum líkindum sýnd á hátíðinni hér. Langt síðan ég hef séð jafn góða mynd, þið eigið gott í vændum í janúar (",)

Sjálfsvorkunarstaðall eftir helgina....um 6, jafnvel 7 en fer lækkandi
Bökunarstaða/kynlífsstaða....tvær marmarakökur, segir allt sem segja þarf!

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur