Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
fimmtudagur, október 23, 2003

Helgardagbókin

Lítið búið að blogga og lítið búið að gerast undanfarna daga hjá Kjánanum. Eina sem kannski er vert að segja frá er helgin. Þar er að finna sögur af drykkju, þynnku, leynilegum aðdáanda og fleiru. Forvitnir lesi áfram.

Föstudagur

Eftir vinnu fór ég ásamt samnemendum mínum í japönskunni í vísindaferð (okkar allra fyrstu vísindaferð nota bene) í Marel. Þessi ferð var mjög svo skemmtileg og fræðandi og ekki skaðaði hvað vel var veitt af öllu, bæði af mat og drykk. Jafnvel of vel veitt því þegar við héldum í bæinn klukkan sjö var ég orðinn veeeel undir áhrifum. Held ég hafi aldrei verið svona drukkinn klukkan sjö að degi til, alltaf gaman að setja ný met! Eftir Marel fór hópurinn á Ölstofuna þar sem meira var teigt af gleðivökva. Klukkan átta tók ég þá gáfulegu ákvörðun að hætta í áfenginu og byrja í vatninu, ég vissi að ef ég mundi halda áfram að drekka mundi ég enda dauður inni á klósetti eða týnast í runna einhvers staðar á leiðinni heim. Setti líka annað nýtt met en það fólst í að fara á Nonnabita klukkan tíu, hef aldrei gert það áður. Eftirdjammsnarlið snætt svolítið snemma þetta kvöld. Eftir smá rölt milli staða með japönskunni hélt ég í partý hjá Pétri ásamt Héðni, Gulla og Svanhildi. Þar var einhver hópur af kynvillingum fyrir en ég gaf skít í þá og lagðist upp í rúm með Svanhildi og Héðni, athyglisvert threesome! Eftir partý héldum við á Metz. Þar áttu þessar óvænta innkomu, endalaust úthald sem þetta lið hefur í djamm og stelpupör! Það var alveg ágætis stemning á Metz og ég er ekki frá því að ég hafi tekið einn dans eða tvo. "Leynilegi aðdáandinn" lét ekkert sjá sig þetta kvöld eins og hann hafði lofað. Ég fékk því ekkert gin & tónik nema smá hjá Svanhildi en ég er nokkuð viss um að hún sé ekki aðdáandin, en maður veit svo sem aldrei (“,) Nóttina endaði ég í rúmi heimasætunnar á Hverfisgötunni. Nei ekki í rúminu hans Héðins, heldur Siggu systur. Takk Sigga mín.

Laugardagur

Oh gamla góða þynnkan, hvað ég hef saknað þín...eða þannig! Meiri hluti dagsins fór sem sagt í hausverk. Og þar sem þynnka og hausverkur koma saman…þar er kastað upp! Ekki vildi ég spilla því partýi og tók því eins og eitt gott uppkast. Um kvöldið var haldið í tvö afmælispartý, eitt hjá Júlíu og annað hjá Haffa. Kjáninn var edrú og keyrandi af augljósum ástæðum. Eftir afmælispartý héldum við Héðinn í bæinn og torguðum eftirdjammátinu fyrir djammið, furðulegt að við höstlum ekki angandi af mat finnst ykkur ekki? Við hittum Þorvald og fórum á röltið með honum og heimsóttum m.a. Metz og Hressingarskálann en enduðum á stofu kennda við öl, ekki fyrir frumlegheitunum að fara á þessum bænum! Sátum þar dágóða stund og spjölluðum um heima og “gay-ma”. Þetta var fínt kvöld af þynnku- og edrúkvöldi að vera en þegar maður er byrjaður að sjá rúmið sitt í hyllingum er gott að fara heim snemma og það gerði ég (“,)

Sunnudagur

Kjáninn var eitthvað blúsaður þennan sunnudaginn. Kannski að því að ég þurfti aðeins að fara að vinna um morguninn. Kannski að því að það var ömurlega leiðinlegt í sunnudagsfótboltanum sem venjulega hressir mann við. Kannski að því að mig langaði í bíó en fann engann til að fara með og var alls ekki í skapi til að fara einn. Kannski, hver veit? Þegar maður er blúsaður er ýmislegt til ráða til að stytta stundirnar eða hrekja blúsinn burt. Þegar blúsinn heimsækir mig helli ég mér yfirleitt í tónlist, kvikmyndir og bækur. Sunnudagurinn þessi og reyndar mánudagur líka fóru samkvæmt því í eftirfarandi.

Hlustun

Turandot. Síðasta ópera Puccinis um ísdrottninguna ófáanlegu Turandot. Að vísu verður ísdrottningin ástfangin í endann en maður getur bara hætt að hlusta áður en það gerist. Það gera allavega ósnertanlegar og ófánlegar ísdrottningar eins og ég!

Englabörn eftir Jóhann Jóhannsson. Einfaldlega fallegasti diskur sem ég hef heyrt í háa herrans. Hann ætti eiginlega að vera skyldueign á hverju heimili. Þetta er tónlist sem hann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson og er svolítið í anda tónlistarinnar í Requiem for a dream og Englum Alheimsins. Get ekki mælt nógu sterkt með þessum disk, kaupið hann NÚNA!!!

Just like blood með Tom McRae. Snilldardiskur frá vanmetnum og nær óþekktum tónlistarmanni (og ég nota ekki orðið tónlistarmaður um alla sem eru að fást við músík). Ótrúlega magnaðir textar og flottar útsetningar. Þeir sem fíla Nick Drake, Badly Drawn Boy og Elliott Smith ættu að tjekka á Tom McRae!

Áhorf

Horfði á fjórða þáttinn í nýjustu seríunni af Six Feet Under, uppáhaldsþættinum mínum! Magnaður þáttur þar sem einmitt Turandot kom við sögu og eitt af umræðuefnum okkar Héðins og Þorvaldar frá laugardeginum, þ.e. opin sambönd hjá hommum var eitt aðalþemað.

The Hours. Loksins sá ég þessa mynd og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég elska myndir sem leika sér svona með tímaröð og ég DÝRKA Julianne Moore. Hún er svo ótrúlega góð leikkona að það er bara fáránlegt og er miklu betri en Nicole Kidman í þessari mynd, óskarsverðlaun smóskarsverðlaun!!

Horfði svo líka til gamans á spaghettívestrann A Fistfull of Dollars með jaxlinum Clint Eastwood. Endlaust svöl mynd, tónlist og kvikmyndataka ótrúlega flott.

Lestur

Bómenntirnar lutu örlítið í lægra haldi í þessu blúskasti en las þó tvær smásögur eftir Haruki Murakami. Þær er að finna í bók sem heitir After the Quake, mæli hiklaust með henni fyrir smásöguunnendur. Yndislegur höfundur og frábærar sögur.

Góður blús maður!

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur