Herra Kjáni
Kynvillt líf í kynvísum heimi!
þriðjudagur, október 28, 2003

Farandpannan Nr.2 - Dregur til tíðinda

Ótrúlegt en satt en þá var Farandpannan haldin í annað skiptið í röð á Hverfisgötunni hjá Héðni! Brunchinn var rosalega góður, hommarnir komu með mat í kílóatali og við áttum í engum vandræðum með að troða öllum krásunum í okkur. Það kom margt skemmtilegt fram á þessum fundi svo ég tali nú ekki um óvænt! T.d. var farandpönnutitillinn hrifsaður af Héðni (hann hefði m.a.s. ekkert átt að halda þennan fund). Þegar kom í ljós að einhver í hópnum hefði nýlega stundað ástarlot tóku við hinir andköf, roðnuðum og svitnuðum til skiptis og stóðum svo loks upp og klöppuðum svona amerískt klapp (þið vitið einn byrjar svo fylgja hinir hægt og hægt með). Þetta var sem sagt það næsta sem við hinir höfðum komist kynlífi ansi lengi. Það liggur við að kynlíf sé orðið svona “urban myth” hjá okkur, sögusögn sem við höfum heyrt en vitum ekki alveg hvort sé sönn eða ekki! (“,) En þetta stendur allt til bóta. Tveir (ef ekki þrír) hommar eru á leiðinni á allsherjarkynvillingasamkomu í Köben í þessari viku og einn er að fara á deit. Hvar næsta panna mun verða haldin mun því væntanlega ráðast á klukkutímamun frekar en daga- eða vikumun, spennan er gífurleg!
Og ykkur til upplýsingar þá er búið að fylla í stöðu gestafyrirlesara á næsta fundi en áhugasamir geta sótt um að komast að á fundunum þar á eftir. Skilyrðið er að viðkomandi segi hressilegar sögur af kynlífi sínu (helst nýlega afstöðnu) og í staðinn fær hann/hún ljúffengan mat, mikið klapp og aðdáun okkar allra. Endilega sækið um! (",)

|


Séð og heyrt

Myndir
Hlustun
Myspace


Pósthólf Kjánans

Kjánapóstur


Bloggin

Fríða
Héðinn
Gulli
Sigga
Matta
Hlédís
Dóa
Pétur
Kamilla
Gugga
Inga
Gudný
Höskuldur
Ragnar
Bjöggi
Íris
Þórhildur
Una Björg
Gurrý & Lovísa
Hulda
Ágúst
Hildur
Jóda
Einar Örn
Grétar
Svana
Ólöf
Lena
Beta


Annað

Áreiðanlegar fréttir
Kvikmyndir
Allt um tónlist
Best of the best
PitchForkMedia
Hættulegt
Ennþá hættulegra
Hýrar fréttir
Hýrar auglýsingar
NME
Index Magazine
Butt Magazine
Meistari Stephin Merrit
Björk
Aimee Mann
Goldfrapp
Teitur
The Boy Least Likely To
Four Tet
Tindersticks
PJ Harvey
The Stills
Joan As Police Woman
Regina Spektor
Jenny Wilson
Jens Lekman
Interpol
2 Many DJ's
Peaches
M83
Charlie Kaufman
David Meanix
Annie
The Arcade Fire
Bloc Party
Jóhann Jóhannsson
Mylo
Jose Gonzalez
M.I.A.
Antony
Martha
Goldfrapp
Herramennirnir
The Friendster
Leitið og þér...
Hinsegin Bíódagar
Random Acts of Kindness


Gamalt

Geymslan
Heim


Gestabók
Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet



Credits Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

design by maystar
powered by blogger


Gestagangur