Herra Kjáni |
Kynvillt líf í kynvísum heimi! |
föstudagur, október 10, 2003
100 um mig Veit ekki hvort það sé hrein heimska eða hugrekki að birta svona lista, kannski blanda af báðum. Allavega, hér er hluti af mér... 1. Ég fæddist 9.apríl 1977 á Siglufirði 2. Ég á fjóra bræður, þrjá eldri og einn yngri, enga systur 3. Bræður mínir eiga samtals 7 börn, ég elska þau öll út af lífinu 4. Ég lék mér með dúkkur þegar ég var strákur… 5. …en æfði líka fótbolta í 10 ár 6. Foreldrar mínir skildu þegar ég var 13 ára, það er viðkvæmur aldur 7. Ég þurfti að svara félagsráðgjafa hvoru foreldrinu ég vildi búa hjá… 8. …það var ekki gaman og engin krakki ætti að þurfa að gera það 9. Ég var 14 ára þegar ég stundaði fyrst kynlíf… 10. …það var með besta vini mínum 11. …í dag á hann konu, barn, hús, bíl og hund 12. Ég hef verið með einni stelpu og sex strákum yfir ævina 13. Ég hef aldrei verið á föstu 14. Ég hef einu sinni verið ástfanginn, hann var norskur… 15. ….og átti kærasta allan tímann sem ég þekkti hann… 16. …það var mjög sárt að komast að því 17. Ég var eini í bekknum mínum á Siglufirði sem fór til Reykjavíkur í menntaskóla 18. Ég fór í MH og þessi fjögur ár í MH voru ótrúlega skemmtileg… 19. …en hefðu getað verið skemmtilegri hefði ég haft vit á að koma út úr skápnum þá 20. Mig langaði alltaf í hring í augnbrúnina þegar ég var í MH 21. Ég eignaðist ótrúlega góða vini í MH… 22. …og er enn í sambandi við þau flest í dag 23. Eftir MH tók ég mér frí frá skóla í eitt ár 24. ….og vann í rækjuvinnslu á Siglufirði 25. ….mér fannst það mjög gaman og sé ekki eftir því 26. Ég byrjaði í ensku í Háskólanum eftir fríið…. 27. …kláraði tvö ár, vildi svo læra eitthvað praktískt og fór í viðskiptafræði… 28. …það er á topp fimm yfir mistök mín á ævinni 29. Ég gafst upp og fór að vinna hjá Eimskip… 30. …byrjaði svo aftur í Háskólanum núna í haust í japönsku… 31. …það er ótrúlega gaman enda er ég tungumálanörd 32. Ég á að kunna sitthvað fyrir mér í fimm erlendum tungumálum… 33. ….ensku, dönsku, spænsku, þýsku og japönsku 34. …mig langar að læra frönsku, portúgölsku, ítölsku, velsku og sænsku 35. Yngsti bróðir minn, Hlynur, dó í bílslysi í fyrra… 36. …hann var 19 ára 37. …ég sakna hans meira en ég get lýst 38. …og hugsa um hann á hverjum degi 39. Ég er ótrúlega þrjóskur og óþolinmóður 40. Ég elska dýr og skil þau oft betur en fólk… 41. …ég hef átt hund, ketti, kanínur og fiska. 42. Ég á ekki bíl né íbúð og hef aldrei átt 43. Ég fell yfirleitt fyrir yngri strákum frekar en eldri 44. Verðmætustu eignir mínar eru amerískt rúm, sjónvarp, vídeó, dvd spilari og rúmlega 1000 geisladiskar… 45. …ef eignir eiga að endurspegla persónu manns veit ég ekki alveg hvað þetta segir um mig 46. Ég á það til að vera þunglyndur 47. Ég er það sem í dag kallast samkynhneigður… 48. …ég veit ekki akkúrat hvenær ég vissi að ég væri það… 49. …því samkynhneigð hefur ekki framleiðsludag eins og mjólk 50. Ég hef orðið skotinn í of mörgum gagnkynhneigðum strákum um ævina 51. Tónlist er eitt af því sem heldur í mér lífinu, án gríns 52. Uppáhaldssöngvarinn minn er Chet Baker…. 53. …uppáhaldssöngkonurnar mínar eru of margar til að telja upp.. 54. …en t.d. Björk, Beth Gibbons, Billie Holiday og Eva Cassidy 55. Uppáhaldsmyndin mín er Short Cuts en uppáhaldsgamanmyndin mín er Big Lebowski 56. Ég er með stórt frekjuskarð... 57. …og finnst það ljótt 58. Mér finnst gaman að elda og baka… 59. …mér leiðist ofsalega að versla föt 60. Ég á auðvelt með að setja mig í spor annara… 61. …sérstaklega allra sem eru minnimáttar 62. Ég kann ekki að fara með pening… 63. …og er með helling af skuldum á bakinu 64. Ég hef farið fimm sinnum til útlanda… 65. …og ferðast til sex landa 66. Ég fór á Interrail með tveimur vinkonum mínum eftir MH… 67. …ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel 68. Ég fór til London í fyrsta skipti á þessu ári… 69. …ég ætla að búa í London einhvern tímann á ævinni 70. Ég er með veikleika fyrir svarthvítum tragískum leikurum… 71. …t.d. James Dean, Marilyn Monroe og Montgomery Clift 72. Ég er skíthræddur við að segja fólki sem ég kynnist að ég sé hommi 73. Ég hef ekki mikið sjálfsálit 74. Ég hef þyngst um þrjú kíló síðan ég var tvítugur 75. Uppáhaldslagið mitt heitir Roads og er með Portishead 76. Ég hef grenjað í bíó… 77. …t.d. á Dead Man Walking og Schindler’s List, 78. Ég hef sagt “Ég elska þig” við einn strák og meint það 79. Ég hef farið tvisvar á blint stefnumót… 80. …og ætla aldrei að gera það aftur… 81. …en hef af reynslu lært að maður á aldrei að segja aldrei 82. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum… 83. …og er ekki vitund trúaður og legg fæð á ofsatrúarfólk 84. Ég á hugmyndir af óteljandi smásögum, bókum, leikritum og handritum skrifaðar niður og í hausnum á mér… 85. …en hef enn ekki komið mér í að klára neina af þeim 86. Mig skortir framtakssemi 87. Ég er fíkill í kaffi, súkkulaði, bjór, rauðvín, beikon og þeyttan rjóma 88. Ég kann ekki að spila á neitt hljóðfæri… 89. …en reyndi að læra á píanó í tvær vikur og gafst upp 90. Ég hef einu sinni reynt að reykja hass en gat bara tekið einn smók… 91. …eiturlyf heilla mig ekki og mér finnst þau fíflaleg 92. Mig skortir gjörsamlega allan sjálfsaga 93. Mér finnst gaman að fara einn í bíó en þori því sjaldan 94. Ég vil alltaf hafa yfirhöndina og er hrikalega tapsár 95. Mig langar að ættleiða barn þegar ég hætti að vera svona mikið barn sjálfur 96. Ég forðast alltaf ábyrgð 97. Mér finnst Jude Law fallegasti karlmaður í heimi 98. Mér finnst gaman að dansa eins og asni í kringum snobbað fólk 99. Það sem hræðir mig mest er tilhugsunin um að ég verði aldrei hamingjusamur 100. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór |
Séð og heyrt Myndir Hlustun Myspace
Pósthólf Kjánans
Kjánapóstur
Bloggin
Fríða Héðinn Gulli Sigga Matta Hlédís Dóa Pétur Kamilla Gugga Inga Gudný Höskuldur Ragnar Bjöggi Íris Þórhildur Una Björg Gurrý & Lovísa Hulda Ágúst Hildur Jóda Einar Örn Grétar Svana Ólöf Lena Beta
Annað
Áreiðanlegar fréttir Kvikmyndir Allt um tónlist Best of the best PitchForkMedia Hættulegt Ennþá hættulegra Hýrar fréttir Hýrar auglýsingar NME Index Magazine Butt Magazine Meistari Stephin Merrit Björk Aimee Mann Goldfrapp Teitur The Boy Least Likely To Four Tet Tindersticks PJ Harvey The Stills Joan As Police Woman Regina Spektor Jenny Wilson Jens Lekman Interpol 2 Many DJ's Peaches M83 Charlie Kaufman David Meanix Annie The Arcade Fire Bloc Party Jóhann Jóhannsson Mylo Jose Gonzalez M.I.A. Antony Martha Goldfrapp Herramennirnir The Friendster Leitið og þér... Hinsegin Bíódagar Random Acts of Kindness
Gamalt
Geymslan Heim
Gestabók
design by maystar powered by blogger
Gestagangur
|