Herra Kjáni |
Kynvillt líf í kynvísum heimi! |
laugardagur, desember 13, 2008
A slight return.... ...but not a comeback! But I am back! Moggablogg drap bloggið, Facebook drap Myspace, FaceSpace...drap allt! Mér er skítsama, I'm bringing it all back home. Ef þið hafið drepið það, þá mun ég resurect it! Hallelujah! ps. Mér finnst gaman að blogga aftur! Fuck Facebook and moggablogg! Has nothing to do with me!
fimmtudagur, júní 19, 2008
Það mikilvægasta sem gerst hefur síðustu mánuði... er þetta. Enough said. ps. who reads this crap anymore?
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Hoppískopp Stundum langar manni bara ad hoppa!
laugardagur, apríl 12, 2008
Smá ráð frá Kjánanum fyrir helgina Náið í plötuna/geisladiskinn Nevermind með Nirvana. Setjið fyrsta lagið á, hækkið í botn. Enjoy. Góða helgi!
miðvikudagur, apríl 09, 2008
Sjitt... ...pæliði í að vera gamall!
mánudagur, apríl 07, 2008
Kántrýdrottningin og poppprinsessan Það er óhætt að segja að það verður mikið að gera hjá Kjánanum um miðjan júní. Fyrst er það Kylie tónleikar þann 8.júní í Köben og svo er það sjálf Dolly Parton þann 14.júní í Malmö, þökk sé klipparanum og fréttapésanum. Get ekki beðið!! (",)
fimmtudagur, apríl 03, 2008
I Heart Portishead Jólin 1994 fékk ungur Kjáni á Siglufirði eina bestu jólagjöf fyrr og síðar, litla gjöf sem átti eftir að breyta lífi hans umtalsvert. Bræður hans gáfu honum geisladisk sem hann hafði óskað eftir eftir að hafa lesið um hann í mánaðarlega fréttablaðinu frá Músík & Myndum. Þessi litli dökkblái diskur bar nafnið Dummy, hljómsveitin hét Portishead. Það má segja að það sé þessum disk bæði að þakka og kenna að Kjáninn varð heltekinn af tónlist og öllu sem henni tengdist. Kjáninn gæti því jafnvel sent Geoff, Beth og Adrian reikning fyrir þessum rúmlega 2000 geisladiskum sem hann hefur fest kaup á síðan þá. Pay up Portishead! Dag eftir dag og kvöld eftir kvöld sat Kjáninn fyrir framan Yamaha (eða eitthvað svipað ódýrt merki) græjurnar sem keyptar voru í Siglósport með heyrnartól og lét seiðandi trip-hop tónana gæla við hljóðhimnurnar. Kjáninn var 'hooked'. Út frá Portishead kynntist hann svo tónlistarmönnum og konum eins og Massive Attack, Tricky, UNKLE, Roni Size, Underworld ofl., sem svo leiddu út í aðra tónlistarmenn o.s.fr.v.. Það varð ekki aftur snúið fyrir Kjánann. Árið 1998, eftir að hafa gefið út aðra plötu sína árið áður, spiluðu Portishead á Hróarskeldu hátíðinni og draumur Kjánans rættist, hann var í fremstu röð og fékk Portishead beint í æð. Einn síns liðs, þar sem vinunum fannst jónurnar skemmtilegri en tónlistin, beið hann í klukkutíma í tómu tjaldinu meðan rótarar settu upp hljóðfæri og græjur. Og augnablikið þegar hljómsveitin steig á svið er bara ólýsanlegt, sem og þessir frábæru tónleikar sem þau spiluðu þennan dag. Eina sem hægt væri að setja út á var þegar áhorfendur byrjuðu að klappa með í Roads, uppáhalds Portishead-laginu Kjánans og kannski bara uppáhaldslagi yfir höfuð. Maður bara klappar ekki með í einu sorglegasta og fallegasta lagi í heimi! Nú, eftir 11 ára þögn, er Portishead komin aftur. Ný plata, Third, kemur út í lok mánaðarins og tónleikaferð um Evrópu er í fullum gangi. Í kvöld spila þau einmitt hér í Danmörku og Kjáninn tryggði sér miða á síðasta stundu. Ekki laust við að Kjáninn sé með pínu fiðring í maganum og tánum fyrir kvöldið. Kjáninn er búinn að vera að hlusta á nýju plötuna undanfarið (undraleiðir internetsins eru órannsakanlegir) og er hreint út sagt stóránægður með hana. Eins og Geoff hefur sagt í viðtölum þá er nýja platan eins konar stóri bróðir fyrri platnanna tveggja, hún er grófari og drungalegri og mun tormeltari en t.d. Dummy. Kannski fyndið að segja frá því að uppáhaldslög Kjánans af nýju plötunni eru þau lög sem eru minnst Portishead-leg. Lög eins og Machine Gun, Silence, We Carry On og Deep Water eiga mjög líklega eftir að koma fólki á óvart. En á móti koma gullfalleg Portishead-legri lög eins og Nylon Smile, Magic Doors, Hunter og Plastic. En trúið Kjánanum, platan er algjör snilld! Portishead eru komin aftur. Í dag lýkur sem sagt 10 ára þolinmæðri bið Kjánans og trúið mér, Kjáninn er allt annað en þolinmóður. Köldið í kvöld verður gott kvöld. Þetta var sagan um Kjánann og Portishead, stutta útgáfan (",)
|
Séð og heyrt Myndir Hlustun Myspace
Pósthólf Kjánans
Kjánapóstur
Bloggin
Fríða Héðinn Gulli Sigga Matta Hlédís Dóa Pétur Kamilla Gugga Inga Gudný Höskuldur Ragnar Bjöggi Íris Þórhildur Una Björg Gurrý & Lovísa Hulda Ágúst Hildur Jóda Einar Örn Grétar Svana Ólöf Lena Beta
Annað
Áreiðanlegar fréttir Kvikmyndir Allt um tónlist Best of the best PitchForkMedia Hættulegt Ennþá hættulegra Hýrar fréttir Hýrar auglýsingar NME Index Magazine Butt Magazine Meistari Stephin Merrit Björk Aimee Mann Goldfrapp Teitur The Boy Least Likely To Four Tet Tindersticks PJ Harvey The Stills Joan As Police Woman Regina Spektor Jenny Wilson Jens Lekman Interpol 2 Many DJ's Peaches M83 Charlie Kaufman David Meanix Annie The Arcade Fire Bloc Party Jóhann Jóhannsson Mylo Jose Gonzalez M.I.A. Antony Martha Goldfrapp Herramennirnir The Friendster Leitið og þér... Hinsegin Bíódagar Random Acts of Kindness
Gamalt
Geymslan Heim
Gestabók
design by maystar powered by blogger
Gestagangur
|